Til baka
Öryggisbúnaður

Flestir okkar bíla eru með samþykktum öryggisbeltum frá bíla- eða sætaframleiðendum.
Því miður eru engar reglur til á Íslandi um öryggisbelti sem leiðir meðal annars af sér að í sumum rútum er festing sæta og belta óvönduð og ekki víst að þau standist það mikla álag sem þau gætu þurft að þola ef óhapp kæmi upp.
Við höfum ekki áhuga á slíku og kaupum því bíla eða sæti með samþykktum beltum erlendis frá.
Við teljum þetta ástand í öryggismálum afar slæmt fyrir rútueigendur og bifreiðasmiðjur, því hver ber ábyrgðina ef öryggisbúnaður reynist ekki standast þær kröfur sem til er ætlast?

Við leggjum mikla áherslu á að reglum um akstur og hvíldartíma bílstjóra sé fylgt í hvívetna og því er það mikilvægt að fá sem nákvæmastar ferðaáælanir og mögulegt er til að hægt sé að skipuleggja ferðir með hliðsjón af þessum reglum.
Óseyri 1 / 730 Reyðarfjörður / sími 477-1713 / fax 477-1710 / aust@austfjardaleid.is